Færsluflokkur: Bloggar
10.3.2008 | 23:20
kominn tími til að taka á málunum.
Á meðan einhver aumingi útí bæ fær morðfjár í skaðabætur fyrir að hafa verið kallaður aumingi á bloggsíðu þá eru menn ennþá útí bæ og nauðga eins og þeir fái borgað fyrir það og refsingin þeirra er að vera sendir útúr bænum í 2 mánuði ef þeir eru óheppnir.
Hvernig væri nú að fara dæma þessa menn óhæfa til að búa í samfélagi eins og okkar ? Eða telst þetta eðlilegt ? Ég bíð spenntur eftir dómi í þessu máli.
Fimm grunaðir um að hafa nauðgað stúlku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.2.2008 | 14:11
erfitt að segja nei ?
hversu erfitt getur það verið að segja nei við vanþakklátasta starfi sem í boði er á Íslandi þegar maður er í góðu starfi, hjá góðum klúbb og að fara gera þá að deildarmeisturum eftir mikla lægð ?
Afhverju fá þeir ekki gerpið hann Henry Birgi sem þjálfara? Hann virðist allavega alltaf hvað sé að og duglegur að kúka yfir menn.
Aron Kristjánsson: Erfiðasta nei sem ég hef þurft að segja á ævinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2008 | 12:24
Djöfuls snilld
Þetta er án efa ein mesta snilld sem ég hef séð, nú gefst aðdáendum tækifæri á að láta drauminn rætast og "skora" fyrir uppáhalds félagsliðið sitt.
Ahverju taka ekki öll félög þetta sér til fyrirmyndar!
Smokkar með félagsmerki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2008 | 17:43
Fólk sem æsist auðveldlega, hættið að lesa strax
Ég ætla að vona að ég þurfi aldrei að horfa uppá einhvern drepa sig, enda hljómar það ekkert rosalega vel og dauðinn er ekki eitthvað sem heillar mig
Afhverju getur þetta fólk ekki bara svift sig lífi heima hjá sér í stað þess að láta saklausa vegfarendur upplifa það að horfa á hausinn á því splassast á gangstéttinni fyrir neðan Eiffell turninn ?
Ef þér finnst þessi skoðun mín hneykslanleg, haltu því þá bara fyrir sjálfan þig.
Sjálfsvígstilraun í Eiffelturninum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.1.2008 | 13:52
Hjálparstarf
Ég hef aldrei skilið hvernig það telst sem hjálparstarf að gefa fólki í Afríku föt, ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta fólk á ekki neitt til að klæða sig í nema slitna tusku til að binda utan um sig en hvernig getur það hjálpað að fá eitt stykki bol eða buxur ? Það eina sem gerist er að fólkið fer aldrei úr þessum einu buxum sem það á og er búið að eyðileggja þær eftir smá tíma.
Ég vill samt taka það fram að ég er svo langt frá því að vera á móti hjálparstarfi og styrki reglulega rauða krossinn og önnur hjálparfélög en ég er bara nokkuð viss um að það eru til betri leiðir til hjálparstarfs en fatagjafir. Eins og uppbygging Rauða-Kross þorpa í álfunni.
Hagkaup styðja Föt sem framlag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2008 | 00:26
Ekki er öll vitleysan eins
Ef svo skemmtilega vill til að ég muni verða atvinnurekandi í framtíðinni og einhver krakkaskratti kemur með "McDonald's Diploma" til mín mun ég umsvifalaust sparka honum út.
Ég heyrði ein skemmtileg rök fyrir þessu, "krakkarnir læra miklu meira á því að vera vinna en hanga í skóla og læra ekkert nema rétt fyrir próf og gleyma öllu svo". Já ef það er eitthvað sem ég vill að krakkinn minn geri þá er það að undirbúa sig fyrir lífið á McDonalds.
Hálfvitar "Ég fékk 7 í BigMac".
Ég vona að við íslendingar höldum í það litla vit sem við höfum eftir og fylgjum þessu ekki eftir.
Prófskírteini frá McDonalds | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2008 | 14:47
Ég vissi það
Marsbúi eða garðálfur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.1.2008 | 09:43
Hálf- eða tómvitar
Hvað er að ?
Hvernig dettur fólki svona í hug ?
Hvað hefur snarklikkaður öfgamaður og gyðingahatari sem var svo skemmtilega heppinn að vera góður í skák, gert fyrir íslensku þjóðina til þess að verðskulda það að vera jarðsettur á sjálfum Þingvöllum við hlið ,,þjóðhetjanna" Jónasar Hallgrímssonar og Einars Ben.
Er þá ekki bara málið að planta Aroni Pálma þar við hlið þegar að því kemur ?
Fischer grafinn á Þingvöllum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2008 | 09:31
Sápan
Eftir að hafa fylgst með atburðum þessarar viku í Reykjavík þá fattaði ég hversu mikil snilld þetta er til að fá ungt fólk til að fylgjast með pólitík, því jú, þetta er að verða eins og hin ágætasta sápuópera.
Svik, prettir, lygar, dramatík, þessi stunginn í bakið o.s.frv. eins og einkennir flestar sápuóperur. Það eina sem vantar er að einhver sofi hjá einhverjum, þá gerist þetta ekki betra.
Hver skyldi vera Berlusconi Íslands ?
Blekkingar og tvöfeldni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)