Hjálparstarf

Ég hef aldrei skilið hvernig það telst sem hjálparstarf að gefa fólki í Afríku föt, ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta fólk á ekki neitt til að klæða sig í nema slitna tusku til að binda utan um sig en hvernig getur það hjálpað að fá eitt stykki bol eða buxur ? Það eina sem gerist er að fólkið fer aldrei úr þessum einu buxum sem það á og er búið að eyðileggja þær eftir smá tíma.

Ég vill samt taka það fram að ég er svo langt frá því að vera á móti hjálparstarfi og styrki reglulega rauða krossinn og önnur hjálparfélög en ég er bara nokkuð viss um að það eru til betri leiðir til hjálparstarfs en fatagjafir. Eins og uppbygging Rauða-Kross þorpa í álfunni.


mbl.is Hagkaup styðja Föt sem framlag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Lilja

Ég bara trúi ekki eigin augum, auðvitað hjálpar þetta! Alveg sama hvort það er lítil gjöf eða stór þá er það hluti af ef til vill stærri hjálparstarfi þar sem öll "litla" hjálpin skiptir máli.

Svo fá þau ef til vill fleiri flíkur seinna meir, það er verið að styrkja heimili fyrir börnin þar sem hjálpinni er síðan útdeilt á þau öll jafnt og þétt. Það hlýtur að skipta máli. 

Anna Lilja, 30.1.2008 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband